02 April 2008

Party tonight


******************************
CHOIR REGATHERS TONIGHT!
*******************************

This is a short announcement!

This evening we are going to meet again after a long and good Easter break. We will start the party at 19:30 in Vitatorg, and have good fun together :)

As you may well remember it is not going to be a normal practice.

Please bring something such as cookies, cake or candy to share with us all.
The board will take care of the drinks.



Everyone is welcome!

We really look forward to seeing you! And remember to bring your friends and family.


*****************************
KÓRINN KEMUR AFTUR SAMAN!
*****************************

Þetta er stutt tilkynning!

Í kvöld ætlum við að hittast aftur eftir langt og gott páskafrí. Við byrjum gleðskapinn kl 19:30 í Vitatorgi og ætlum að skemmta okkur vel :)

Munið, þetta er ekki venjuleg æfing, heldur skemmtun til að blása vorgleði í hópinn. Vinsamlegast komið með eitthvað nasl (t.d. köku eða kex) til að deila með ykkur.

Allir velkomnir!

Við hlökkum til að sjá þig! Og mundu að taka vini og fjölskyldu með.

23 February 2008

Regnbogakonur í Páskafrí - Rainbowwomen´s Easterbreak


Kórinn ætlar að taka sér snemmbúið páskafrí - við ætlum að hittast aftur fljótlega eftir páska, með góðu partýi á Vitatorgi. Það verður eins konar orkusprauta fyrir kórinn, bæði nýja og gamla meðlimi. Við munum auglýsa tímann betur seinna, en verið viðbúnar. Þangað til þá: GLEÐILEGA PÁSKA :-)

The choir is going to take an early-Easter vacation - We are going to meet again soon after the Easter, with a good party on Vitatorg, to energize the choir and to grow new and old members, as well as seeing former members to reconnect. We will advertise the event later, but be prepared. Untill then: HAPPY EASTER :-)

23 January 2008

Kökubazar - Cakesale 26/JAN/2008

Kórinn er tekinn aftur til starfa á nýju ári. Við óskum eftir fleiri meðlimum í kórinn, ef þú hefur áhuga á að syngja lög á ýmsum tungumálum í skemmtilegum hópi kvenna af mörgum þjóðernum skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur! Við tökum vel á móti öllum!

Laugardaginn nk. 26. janúar ætlum við Regnbogakonur að selja heimabakaðar kökur og bakkelsi frá ýmsum hornum heimsins í Kringlunni milli klukkan 10 og 18. Við hvetjum sælkera og velunnara kórsins til að styrkja kórinn með kökukaupum og fá eitthvað sinn snúð í staðinn.

Við vonumst til að sjá ykkur öll á laugardaginn í Kringlunni :o)

- - -

Now the choir has started again on the new year 2008. WANTED! new members. If you are a woman and would like to sing in many languages with a fun group, please don´t hesitate contacting us for furhter information! We warmly welcome all new members!

We Rainbowwomen are going to have a cakesale in Kringlan next Saturday 26th of January. We are going to sell home-made cakes and baked-goodies from around the world between 10 a.m. and 6 p.m. We ask all you who love sweet delicacies and those who want to help the choir to come and buy from us.

We hope to see you all next Saturday in Kringlan :o)

10 December 2007

Regnbogakonur syngja á Jólaballi og Sigurhátíð!

Nú eru Regnbogakonur komnar á fullt í jólaundirbúningi. Nú ætlum við að gæða okkur á stórsteikum og konfekti, fara í bað og slappa aðeins af. Kórinn er jú kominn í æfingafrí fram yfir áramót.

Við sungum á tveimur stöðum á fimmtudaginn, hvorki meira né minna.

Kvennaathvarfið hélt upp á 25 ára afmæli sitt 6. desember sl. með sigurhátíð. Regnbogakonur sungu fyrir hátíðargestina í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Flutt voru ávörp og boðið upp á kaffi og með því auk þess sem ljósmyndasýningin Kraftakonur var opnuð.

Við fórum svo saman í heimahús og fengum okkur súpu og brauð, og lögðum svo leið okkar niður á Vitatorg, þar sem við sungum á Jólafögnuði félagsmiðstöðvarinnar.

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar!

---

Now we Rainbowwomen are busy preparing the christmas. Now we´re going to dine on steaks and chocolates, relax and enjoy the holidays, as we are not going to reherse agin untill next year.

We had two performances last Thursday.

Kvennaathvarfið celebrated their 25th anniversary, December 6th. They had a festival in Reykjavík´s City Hall, with speeches, photo-exhibition and music; and Rainbowwomen sang a few songs for the guests.

After singing in the City Hall, we had soup and bread at one of the choir member´s home and went then on along to Vitatorg.

In Vitatorg we were happy to sing at the community center´s Christmas party.

Happy Christmas to you all!

30 November 2007

Regnbogakonur í hátíðarskapi

Við Regnbogakonur erum komnar í mikið jólaskap.

Í gær sungum við jólalög í miðbænum í ofsaveðri. Við sungum á Hlemmi, þar sem tendrað var á jólatré; á Laugaveginum og á Lækjartorgi þar sem einnig var tendrað á jólatré. Við létum veðrið samt ekkert aftra okkur og settum að sjálfsögðu upp jólasveinahúfur!

Á döfinni er smá gigg, við ætlum að syngja á jólaballi Félagsmiðstöðvar aldraðra við Vitatorg (á heimavelli Regnbogakvenna).

Við minnum á að við erum til í að syngja við flest tækifæri.

---

We Rainbowwomen are in a jolly christmas mood.

Yesterday we sang christmas carols in a wind storm. We sang in Hlemmur, on Laugavegur and Lækjartorg. We didn´t let the heavy weather stop us though, and of course we wore the correct headwear!

Next on our schedule is a small perfomance; we are going to sing in Vitatorg´s Community center for senior citizen´s Christmas-party (where Rainbowwomen practice).

We want to remind you that we are ready to sing on most occasions.

Tónleikar með Karlakór Kópavogs - Concert with Kópavogur´s Male Voice Choir

Þann 17. nóvember síðastliðinn hélt Karlakór Kópavogs upp á fimmta starfsár sitt með tónleikum í Kefas kirkjunni við Elliðavatn og Regnbogakonur tóku þátt. Við sungum bæði með karlakórnum og einar.







Efnisskrá tónleikanna má sjá hér.















- - -

November 17th Kópavogur´s Male Voice Choir celebrated their 5th anniversary with a concert in Kefas church by Elliðavatn. Rainbowwomen participated. We performed a few songs with the male voice choir and a few songs alone.

The list of songs we sang on the concert can be seen here.

07 June 2007

Alþjóðahátíð - The Festival of Nations


Regnbogakonur opnuðu Alþjóðahátíðina í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á 2. júni. Auk kórsins var mikið skemmtilegt í boði á dagskráinni.

The Rainbow Women's Choir opened The Festival of Nations at the sporthouse in Hafnarfrjörður on 2. June. In addition to the choir, there were many nice things to see during the day.